108, Reykjavík (Austurbær)

Stóragerði 31

165.900.000 KR
Einbýli
9 herb.
274 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Einbýli
  • Stærð 274 M²
  • Herbergi 9
  • Stofur 3
  • Svefnherbergi 6
  • Baðherbergi 4
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1974
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr

LÝSING

RE/MAX, Katrín Eliza og Vilhelm Patrick Bernhöft löggiltir fasteignasalar kynna: Stóragerði 31, 108 Reykjavík.
Einbýlishús með aukaíbúð, samtals 274,7 fm sem er skráð á tveimur fastanúmerum.


Á efri hæð er stór stofa og borðstofa, eldhús með hvítri innréttingu, 3 svefnherbergi og tvö baðherbergi.
Efri hæðinni fylgir einnig annað herbergi á neðri hæðinni, þvottahús og baðherbergi.
Íbúðin á neðri hæðinni hefur sér inngang. Þar er stór stofa, eldhús, baðherbergi og tvö svefnherbergi.
Afar vinsæl staðsetning, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og stutt í alla helstu þjónustu. Skóli, leikskóli, verslanir, heilsugæsla, Austurver og Kringlan er allt í göngufæri.

Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignar á hæð 169,7 fm og eignar á neðri hæð 105,0 fm, samtals 274,7 fm, þar af er 24,6 fm bílskúr. Stór og mikill garður er umhverfis húsið. Eignirnar eru með fastanúmerin 203-3882 og 203-3883 og seljast ásamt öllu því sem eignunum fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðarréttindum.
Möguleiki er að nýta húsið sem eina heildareign eða sem tvær eignir eins og þær eru skráðar í Þjóðskrá Íslands.

SMELLTU HÉR og þú færð SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

SMELLTU HÉR og skoðaðu þessa eign í 3-D
  • 3D - OPIÐ HÚS ÞEGAR ÞÉR HENTAR
  • Í 3D getur þú skoðað eignina hvar sem þú ert í tölvu, síma eða snjalltæki, ferðast auðveldlega á milli herbergja með því að nota músina, örvatakkana á lyklaborðinu eða fingur og kynnt þér rýmið betur.
  • EKKI þarf sérstakt forrit til að skoða eignina í 3D.  Ef þú lendir í vandræðum, ekki hika við að hafa samband við okkur.
Nánari lýsing:
Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi og ágætu skápaplássi. Inn af forstofunni er bæði lítið gestasalerni og rúmgóð geymsla.
Eldhúsið er með hvítri innréttingu og miklu skápaplássi. Hægt er að ganga úr eldhúsi yfir í borðstofu.
Borðstofan og stofan er rúmgóðar og bjartar með parketi á gólfi. Opið er á milli stofu og borðstofu.
Stórir og miklir gluggar sem snúa út í garð. Einnig er útgengt á svalir sem hafa stiga niður í garðinn.
Á svefnherbergisgangi eru 3 herbergi og baðherbergi:
Hjónaherbergið er með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Barnaherbergin eru tvö og eru þau bæði rúmgóð með skápaplássi og parketi á gólfum.
Baðherbergið er flísalagt og með grænu baðkari.

Gengið er niður stiga af svefnherbergisganginum:
Á neðri hæðinni eru tvö önnur herbergi, baðherbergi og þvottahús.
Þvottahúsið er stórt og mikið með nægu vinnuplássi.
Baðherbergið er hvítum flísum á veggjum og með sturtu.
Herbergið er mjög rúmgott.
Annað herbergið hefur verið nýtt með íbúðinni í kjallaranum. Búið er að setja léttan vegg þannig að það er eingöngu aðgengilegt úr eigninni í kjallaranum eins og skipulagið er í dag.

Íbúð í kjallara:
Gengið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Inn af forstofunni er ágætis geymsla.
Stofan er björt og falleg með parketi á gólfi.
Eldhúsið er með fallegri viðarinnréttingu og hvítum efri skápum.
Baðherbergi er flísalagt og með bláu baðkari. 
Herbergi er með parketi á gólfi. Í dag nýtt sem vinnuherbergi.
Hjónaherbergið tilheyrir eigninni á efri hæðinni en er í dag nýtt með eigninni í kjallaranum. Fallegt herbergi sem snýr út í garð með parketi á gólfum.

Bílskúrinn er 24,6 fm

Möguleiki er að nýta húsið sem eina heildareign eða sem tvær eignir eins og þær eru skráðar í Þjóðskrá Íslands.
Seljandi hefur látið ástandsskoða húsið og útbúa ástandsskýrslu. Sjá nánari upplýsingar hjá fasteignasala.

*** ÁHUGASAMIR GETA BÓKAÐ EINKASKOÐUN HJÁ KATRÍNU Í S.699-6617 EÐA Á [email protected] ***

Allar nánari upplýsingar veita:
Katrín Eliza Bernhöft löggiltur fasteignasali s.699-6617, [email protected] og
Vilhelm Patrick Bernhöft löggiltur fasteignasali s.663-9000, [email protected].


Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. REMAX bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af löggiltum fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Starfsmanni fasteignasölunnar hefur ekki verið bent á aðra galla á eigninni en fram koma í söluyfirliti þessu.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
Stimpilgjald af kaupsamningi er af heildarfasteignamati - Einstaklingar 0,8% - Fyrstu kaupendur 0,4% - Lögaðilar 1,6%.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.700 kr. af hverju skjali.
Lántökugjald lánastofnunar - samkvæmt gjaldskrá lánastofnunnar.
Umsýslugjald til fasteignasölu 69.900 kr. m.vsk