805, Selfoss

Valhnjúkasund 7

34.900.000 KR
Sumarhús
56 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Sumarhús
  • Stærð 56 M²
  • Herbergi 0
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 1990
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

Nánari upplýsingar veitir Guðný Þorsteins, Löggiltur fasteignasali, í síma 771-5211, tölvupóstur [email protected].

Re/Max ásamt Guðnýju Þorsteins löggiltum fasteignasala kynnir í einkasölu:
Sumarhús við Valhnjúkasund 7 í Hraunborgum í Grímsnesi. Húsið er 56,6m2 að stærð og samanstendur af forstofu, stofu með útgengi á verönd með, eldhúsi með borðkróki, tveimur svefnherbergjum, baðherbergi ásamt rúmgóðu háalofti og geymslu. Húsið selst með innanhúsmunum að undantöldu persónulegum munum. Hitakútur er fyrir neysluvatn, rafmagnskynding er í húsinu. Möguleiki er á að taka inn hitaveitu en hún er til staðar á svæðinu og er lögn fyrir hana komin að lóðarmörkum að sögn seljenda. Þetta er lokað svæði  með rafmagnshliði sem opið er yfir sumartímann. 
LAUS VIÐ KAUPSAMNING.

Vertu tilbúin þegar þín draumeign birtist - smelltu hér
Það getur verið gott að seljandi sé viðstaddur - smelltu hér
SMELLTU HÉR OG FÁÐU SÖLUYFIRLIT SAMSTUNDIS

Nánari lýsing:
Forstofa: Er með fatahengi.
Eldhús: Er með viðar innréttingu, fullbúið elhúsáhöldum, kaffivél, eldavél með ofni ásamt uppþvottavél og borðkróki.
Stofa: Er í björtu rými með eldhúsi, útgengi er út á verönd með glæsilegu útsýni, er hún fullbúin húsgögnum ásamt sjónvarpi.
Herbergi: Er með hjónarúmi ásamt kommóði.
Herbergi: Er með tveimur einbreiðum rafmagnsrúmum ásamt kommóðu.
Baðherbergi: Er með salerni, sturtuklefa ásamt vaski.
Risloft: Er mjög rúmgott, þar eru dýnur ásamt tveimur einbreiðum rafmagnsrúmum.
Geymsla: Er við inngang hússins. 
Lóð: Er 5000m2 leigulóð, gróin og falleg. Þetta er lóð í botnlanga og er því fallegt útsýni og víðátta frá húsinu.
Í næsta nágrenni er þjónustumiðstöð Hraunborga. Sundlaug, veitingaþjónusta  og golfvellir, Öndverðarnes og Kiðjaberg. Náttúruperlur og sögufrægir staðir eru einnig í næsta nágrenni s.s. Skálholt, Þingvellir, Laugarvatn, Gullfoss og Geysir og Kerið. Fallegar gönguleiðir.

Gjöld: 
Lóðarleiga var árið 2022, 100.000 kr. 
Árgjald í félag sumarhúsaeiganda á svæðinu er ca. kr. 5.000 á ári.
Rafmagnskostnaður er ca. 13.000 kr á mánuði hjá núverandi eiganda.  

Allar nánari upplýsingar og bókun á skoðun veitir Guðný Þorsteins löggiltur fasteigna- og skipasali s: 771-5211 á milli kl. 10 og 18 alla virka daga eða á netfangið [email protected].

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Re/Max því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 

1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - skv. gjaldskrá lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, 69.900 kr. m.vsk.