101, Reykjavík (Miðbær)

Hverfisgata 85

75.900.000 KR
Fjölbýli
2 herb.
72 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 72 M²
  • Herbergi 2
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 1
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sér
  • Byggingarár 2019
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Guðrún Lilja löggiltur fasteignasali kynna í einkasölu: Einstaklega glæsileg tveggja herbergja 72,9 fm. íbúð á fimmtu og efstu hæð í nýlegu lyftuhúsi á vinsælum stað í miðborg Reykjavíkur.   
Sérsmíðaðar innréttingar - vönduð gólfefni með gólfhita - aukin lofthæð og innbyggð lýsing - myndavéladyrasími - þaksvalir með fallegu útsýni til sjávar og fjalla - sérmerkt, rúmgott og vel staðsett bílastæði í bílgeymslu.

Íbúðin er skráð 61,4 fm. og skiptist í forstofu, eldhús sem er opið til borðstofu og stofu, rúmgott svefnherbergi og baðherbergi með þvottaaðstöðu.  Sérgeymsla er staðsett í sameign 11,5 fm. að stærð og bílastæði fylgir íbúð í lokaðri bílgeymslu.  Stutt er í alla helstu þjónustu og verslanir,  einnig fallegar göngu- og hjólaleiðir við sjávarsíðuna.  Eignin er laus við kaupsamning.


KÍKTU Í HEIMSÓKN OG SJÁÐU EIGN Í 3D MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

FÁÐU SÖLUYFIRLIT MILLILIÐALAUST MEÐ ÞVÍ AÐ SMELLA HÉR

Nánari upplýsingar gefur Guðrún Lilja Tryggvadóttir, löggiltur fasteignasali í síma 867-1231[email protected]

Nánari lýsing:

Forstofa er flísalögð með góðum fataskápum. Gengið er inn sérinngang íbúðar af svalargangi.
Eldhús er opið til borðstofu og stofu, vandaðar innréttingar, innbyggður ísskápur, frystir og uppþvottavél frá AEG. Kvarts-stein borðplata, undirlímdur vaskur og spanhellluborð.
Stofa og borðstofa er í björtu opnu rými með gólfsíðum gluggum. Útgengt er út á 9,4 fm. þaksvalir í austur með einstaklega fallegu útsýni. Útsýni er einnig til vesturs úr eldhúsi.
Svefnherbergi er rúmgott og bjart með gólfsíðum gluggum og sérsmíðuðum fataskápum. Einnig er útgengt úr svefnherbergi út á þaksvalir.
Baðherbergi er flísalagt, með fallegri vaskinnréttingu speglaskáp, kvarts-stein borðplötu og undirlímdum vaski. Sturta, upphengt salerni og handklæðaofn. Blöndunartæki frá Grohe. Á baðherbergi er góð innrétting fyrir þvottaaðstöðu.
Vandað harðparket frá Birgisson er á alrýmum og svefnherbergi.
Sérgeymsla er staðsett í sameign 11,5 fm. að stærð ásamt hjóla- og vagnageymslu.
Vel staðsett og sérmerkt bílastæði fylgir íbúð í lokaðri bílgeymslu, einstaklega rúmgott. Keyrt inn frá Vitastíg.
Garður er sameiginlegur, mjög snyrtileg aðkoma að húsinu bæði fyrir framan og aftan hús.

Einstaklega falleg og björt eign í hjarta borgarinnar sem vert er að skoða.

Skjólgóður inngarður og gönguleiðir eru hannaður af landslagsarkitekt hússins. Húsið er hluti af heildaruppbyggingu á hluta Baróns- og Laugavegsreit.  Innkeyrsla í bílakjallara er um inngötu frá Vitastíg og verður að hluta samnýtt með bílakjallara Skúlagötu 30. Inngangur í stigahús er frá Hverfisgötu. Í húsinu eru tvær kjallarahæðir með bílastæðum og geymslum. Burðarvirki hússins er steinsteypt, veggir einangraðir að utan og klæddir með álplötum, steyptum plötum og viðarklæðningu. Hluti jarðhæðar og kjallara er einangraður að innan og múrhúðaður. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:  1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati.  2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.