260, Njarðvík

Fífumói 1

34.900.000 KR
Fjölbýli
2 herb.
54 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 54 M²
  • Herbergi 2
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 2
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1985
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Dilyara löggiltur fasteignasali kynna: 2ja til 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í fjölbýlishúsi við Fífumóa 1A, 260 Reykjanesbæ. Íbúðin er 54,1 fm samkvæmt Þjóðskrá.
Íbúðin skiptist í forstofu, stofu/borðstofu, eldhús, tvö svefnherbergi, baðherbergi og sérgeymslu. Íbúðin hefur verið endurnýjuð að innan á síðustu tveimur árum. Íbúðin er samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu með einu svefnherbergi en núverandi eigandi hefur skipt stofu í tvö herbergi.
Allar upplýsingar veitir Dilyara Nasyrova fasteignasali [email protected] sími: 864-1881
FÁÐU SENT SÖLUYFIRLIT YFIR EIGNINA HÉR


Nánari lýsing:
Forstofa með góðum fataskáp og parketi á gólfi.
Stofa/ borðstofa með parketi á gólfi. Stofan var skipt í tvö herbergi.
Svefnherbergi 1 með parketi á gólfi og útgangi út á svalir til vesturs. Svefnherbergi 1 er við hlið stofunnar og var upprunalega hluti af stofunni.
Svefnherbergi 2 með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús: Hvít innrétting með ljósbrúna borðplötu, flísar milli neðri og efri skápa, parket á gólfinu og gluggi.
Baðherbergið er með sturtuklefa, salerni, skáp, með flísum á gólfi og veggjum. Aðstaða fyrir þvottavél.
Sérgeymslan er inn af forstofu.
Svalir: 6 fm svalir sem snúa í vestur.

Það var skipt um gler og glugga að hluta. Gólfhiti er í eldhúsi og svefnherbergi 2.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu kaupenda:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því RE/MAX skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.