RE/MAX og Þorsteinn Yngvason, lögmaður/löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu fallegt og vel viðhaldið raðhús að Heiðargerði 7, 108 Reykjavík. Frábærlega vel staðsett eign með fallegum grónum garði og bílskúr.
** Rúmgóður bílskúr sem býður upp á möguleika að búa til aukaíbúð
** Fyrirhugað fasteignamat 2026: 117.050.000 kr. Samkvæmt HMS er birt flatarmál eignarinnar 159,2 fm, þar af er íbúðarrýmið 115,6 fm og bílskúrinn 43,6 fm.Nánari lýsing:
Jarðhæð
Forstofa: Flísar á gólfi og rúmgóður fataskápur.
Þvottahús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting með vaski. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gestasnyrting: Flísar á gólfi. Upphengt salerni og vaskur.
Eldhús: Parket á gólfi. Falleg eldhúsinnrétting með góðu skápaplássi. Bakaraofn í vinnuhæð, helluborð og vaskur. Gluggi í rýminu.
Borðstofa: Parket á gólfi. Í samliggjandi rými með eldhúsi.
Stofa: Parket á gólfi. Útgengt út á timburverönd frá rýminu.
Bílskúr: Rafmagn, heitt og kalt vatn.
43,6 fm. Bílskúrshurðaopnari. Geymsla inn af bílskúrnum. Tvær gönguhurðar inn í bílskúrinn.
Garður/lóð: Skjólgóður og fallegur garður með timbuverönd. Hellulögð innkeyrsla.
Efri hæðHjónaherbergi: Parket á gólfi og fatskápur.
Svefnherbergi: Parket á gólfi og fataskápur
Svefnherbergi: Parket á gólfi.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Falleg baðinnrétting, baðkar, sturtuklefi, handklæðaofn og upphengt salerni. Gluggi í rýminu.
Húsið hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Hér að neðan er að finna útlistun á helstu framkvæmdum síðustu ára:
2007 - Þakjárn bílskúrsins endurnýjað. Loft í bílskúr einangrað og klætt. Ný bílskúrshurð.
2006 - Hús klætt að utan. Þakjárn hússins endurnýjað.
2005 - Timbuverönd á baklóð og innkeyrsla hellulögð.
2004 - Forstofan kláruð að innan. Vatns- og hitalagnir endurnýjaðar. Ný rafmagnstafla og nýjar raflagnir. Baðherbergi endurnýjað og stækkað. Nýjar innihurðar, parket, gluggar á húsi og útihurðir. Eldhús endurnýjað með nýjum inngangi.
2002-2003 - fyrri eigendur endurnýjuðu frárennslið og hófu framkvæmdir á forstofu.Allar frekari upplýsingar veitir:
Þorsteinn Yngvason, lögmaður / löggiltur fasteignasali, í síma 696 0226 eða thorsteinn@remax.is