113, Reykjavík (Grafarholt)

Kristnibraut 77

59.900.000 KR
Fjölbýli
4 herb.
128 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 128 M²
  • Herbergi 4
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 3
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 2002
  • Lyfta
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Hörður Björnsson kynna í einkasölu: Kristnibraut 77. Opin, björt og vel skipulögð 128,6 fm 4ra herbergja íbúð á 3 hæð í lyftuhúsi á vinsælum stað í Grafarholtinu.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 128,6 fm þar af er íbúðarrými 118,9fm og sérgeymsla merkt 01 0111 er 9,7fm.  
 
Fáðu sent söluyfirlitið SAMSTUNDIS með því að smella HÉR 

Smelltu hér og skoðaðu eignina í 3D SÝN einskonar sýndarveruleiki.
 
Eignin skiptist í forstofu, opið alrými með samliggjandi stofu og eldhúsi, tvennar svalir. þrjú svefnherbergi, baðherbergi og þvottahús, auk sérgeymslu á jarðhæð. 
Góð og vinsæl staðsetning þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, skóla og leikskóla ásamt fallegu útivistarsvæði. 

Nánari lýsing eignarinnar:
Forstofa: Tvöfaldur skápur. flísar á gólfi
Alrými: Rúmgott, opið og bjart alrými með tvennum svölum og samliggjandi eldhúsi og stofu.
Eldhús: með filmaðri innrétting og flísar á gólfi.
Stofa: Mjög rúmgóð og björt stofa, borðstofa samliggjandi eldhúsi. Parket á gólfi. Útgengt út á svalir.
Hjónaherbergi: Rúmgott. Gott skápapláss. Parket á gólfi og mikið útsýni.
Svefnherbergi II: Tvöfaldur skápur. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III: Tvöfaldur skápur. Parket á gólfi.
Sérþvottahús er innan íbúðar. Aðstaða fyrir þvottavél, þurrkara og vask. Flísar á gólfi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar og sturtuklefi. Baðinnrétting hvít með skápum, vask og speglaskápum.
Sameign: Íbúðinni fylgir hlutdeild í sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu.
Lóðin: Lóðin er snyrtileg og á henni er sameiginlegur leikvöllur með leiktækjum.

Húsið var byggt af Byggingarfélagi Gunnars og Gylfa (BYGG) árið 2002.
Falleg og vel skipulögð íbúð í lyftuhúsi á rólegum og vinsælum stað í Grafarholtinu.

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Vill Remax því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bæra sérfræðinga um nánari skoðun.   
Allar frekari upplýsingar og bókanir í skoðun veitir:
Hörður Björnsson í síma 660 8002 eða [email protected]  
Löggiltur fasteigna-, fyrirtækja- og skipasali.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:

1.Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og 1.6% fyrir lögaðila,.
2.Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
3.Umsýslugjald fasteignasölu kr. 69.900.- með vsk.
EF ÞÚ ERT Í SÖLUHUGLEIÐINGUM ER ÞÉR VELKOMIÐ AÐ HAFA SAMBAND OG FÁ FRÍTT OG SKULDBINDINGALAUST SÖLUVERÐMAT Á ÞÍNA EIGN