107, Reykjavík (Vesturbær)

Kaplaskjólsvegur 65

78.900.000 KR
Fjölbýli
5 herb.
108 m 2

YFIRLIT

  • Tegund Fjölbýli
  • Stærð 108 M²
  • Herbergi 5
  • Stofur 1
  • Svefnherbergi 4
  • Baðherbergi 1
  • Inngangur Sameig.
  • Byggingarár 1965
  • Lyfta Nei
  • Bílskúr NEI

LÝSING

RE/MAX og Sigríður Guðnadóttir löggiltur fasteignsali kynna: Eintaklega vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 4 hæð með aukaherbergi í kjallara (5 herbergið) í vinsælu hverfi. Framkvæmdir eru yfirstandandi á húsinu og eru á kostnað seljanda.
Óhindrað  útsýni úr stofu og af svölum yfir hafið, Reykjanesið og yfir til Snæfellsjökuls. Þar nýtur kvöldsólin og sólsetrið sín einstaklega vel.  Þessi stigagangur stendur við Einimel þar sem er einstaklega hljóðlátt og lítil umferð. Næg bílastæði eru við blokkina og búið er að setja hleðslustöðvar Einimelsmegin, hiti í gangstétt.

Skv. FMR er íbúðin skráð 96,2 fm, aukaherbergi í kjallara 8,8 fm og geymsla 3,7 fm eða samtals 108,7 fm. 

SMELLTU HÉR TIL AÐ FÁ SÖLUYFIRLIT SENT STRAX!

Nánari lýsing: 
Forstofa / hol
með flísum á gólfi, fatahengi. Skóskápur er á stigapalli. 
Eldhús er flísalagt og með blárri Bum eldhúsinnréttingu, en innrétting er orðin gömul. Nýleg AEG eldavél en eldri bakaraofn. Eldri AEG uppþvottavél sem getur fylgt,  borðkrókur.
Stofa er rúmgóð með parket á gólfi, og er útsýnið alveg einstaklega fallegt úr stofuglugga.. 
I. Barnaherbergi er rúmgott, með útsýni til suðurs, nýlegt parket á gólfum. Herbergið var áður hluti af stofunni og má taka niður vegg og stækka aftur stofuna, útgengi út á svalir frá herberginu.
II. Hjónaherbergi með parket á gólfi og góðu skápaplássi, sem ná yfir heilan vegg. 
III. Barnaherbergi með parket á gólfi. 
Baðherbergi er flísalagt með baðkari, glugga og t.f. þvottvél og þurrkara fyrir utan baðherbergi sem er lokað af.
IIII. Herbergi er í sameign (kjallara) með glugga og flísteppi á gólfi, lítíð salerni er í sameign. 
Snyrtilegur stigagangur sem nýverið var teppalagður og málaður og nýtt dyrasímakerfi. Vikuleg þrif greidd af húsfélagi.
Sér geymsla er í sameign og sameiginleg hjólageymsla, sameiginlegt þvotthús og þurrkherbergi með snúrum.
Stutt í alla helstu þjónustu, í hjarta Vesturbæjar
Nánari upplýsingar gefur Sigríður lgf. í síma 663 3219 eða [email protected] 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8%(einstaklingar) 1.6% (lögaðilar) af heildarfasteignamati. 
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 45-75 þús.kr. Nánari upplýsingar á heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900 mvsk.