Skriðusel 11
109 Reykjavík

LÝSING

Glæsilegt 265,7 fm einbýlishús við Skriðusel í Reykjavík.
Þar af er tvöfaldur bílskúr 49 fm.

Komið er samþykkt kauptilboð í eignina með venjulegum fyrirvörum.
Góður áhugi var á þessari eign. Áhugasamir seljendur að sambærilegum eignum eru hvattir til að hafa samband í s 899-5209, [email protected]

Frábær staðsetning við ósnorta náttúru í friðsælu hverfi innst í botnlangagötu.
Skjólsælt og rólegt umhverfi, gönguleiðir og stutt í skóla, íþróttasvæði, verslanir og aðra þjónustu.

Húsið er í góðu ástandi að innan sem að utan og hefur því verið vel viðhaldið í gegnum tíðina. Fallegur garður og lóð, frágengin með hita í stéttum og bílastæðum.
 
Lýsing
Húsið er á tveimur hæðum og mjög vel skipulagt.

Á jarðhæð er forstofa með góðum fataskápum, gestasnyrting, hol, svefnherbergisgangur með þremur mjög rúmgóðum svefnherbergjum með fataskápum og flísalögðu baðherbergi með “walk inn sturtu” og hita í gólfi.  Á teikningum hússins var gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum sem er auðvelt að breyta til baka. 
Eldhús hefur verið opnað og endurhannað með nýjum fallegum innréttingum og tækjum og það tengt borðstofu og stofu. Hiti er í eldhúsgólfi. Inn af eldhúsi er gott þvottahús með innréttingum og útgengi út á baklóð hússins. 
Stofa og borðstofa eru mjög rúmgóðar,  þar sem útgengi er út í garð og á verönd.  Breytingin með opnun eldhússins við stofu og borðstofa er mjög vel heppnuð sem eykur notagildi hússins.
Frá neðri hæð er steyptur parketlagður stigi upp á efri hæð.
Efri hæð er með rúmgóðu herbergi og stóru opnu rými sem auðvelt er að stúka niður og bæta við herbergi.  Frá opnu rými er útgengi út á innbyggðar stórar svalir. Opna rýmið hefur verið notað sem sjónvarpsstofa og afþreyingarsvæðí.  Gólfflötur á efri hæð er meiri en skráðir fermetrar segja til um og hefur verið komið fyrr góðum skápum og innréttingum til að nýta rými með minni lofthæð.

Bílskúr er hluti neðri hæðar og er hann tvöfaldur með rafdrifnum hurðum, heitu og köldu vatni og miklu skápaplássi. Geymsluloft í bílskúr er um 9 fm.
Gólfefni: Fallegt eikarparket á öllum gólfum nema á forstofu, baðherbergjum og þvottahúsi en þar eru flísar.
 
Hér er um að ræða mjög fallegt og velviðhaldið einbýlishús á friðsælum og góðum stað í Seljahverfi.
Skipt var um ofna í húsinu fyrir fjórum árum og gler í stofugluggum fyrir tveimur árum.

 Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209 og á [email protected]

« TIL BAKA

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
265 M²
HERBERGI
7
STOFUR
3
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1982
LYFTA
Nei
BÍLSKÚR
Nei
Áhvílandi:
0
VERÐ:105.000.000KR.
Samfélagsmiðlar

VILTU VITA MEIRA?

UPPLÝSINGAR

TEGUND
Einbýli
STÆRÐ
265 M²
HERBERGI
7
STOFUR
3
SVEFNHERBERGI
4
BAÐHERBERGI
2
INNGANGUR
Sér
BYGGINGARÁR
1982
LYFTA
Nei
BÍLSKÚR
Nei
Áhvílandi:
0
VERÐ:105.000.000KR.

LÝSING

Glæsilegt 265,7 fm einbýlishús við Skriðusel í Reykjavík.
Þar af er tvöfaldur bílskúr 49 fm.

Komið er samþykkt kauptilboð í eignina með venjulegum fyrirvörum.
Góður áhugi var á þessari eign. Áhugasamir seljendur að sambærilegum eignum eru hvattir til að hafa samband í s 899-5209, [email protected]

Frábær staðsetning við ósnorta náttúru í friðsælu hverfi innst í botnlangagötu.
Skjólsælt og rólegt umhverfi, gönguleiðir og stutt í skóla, íþróttasvæði, verslanir og aðra þjónustu.

Húsið er í góðu ástandi að innan sem að utan og hefur því verið vel viðhaldið í gegnum tíðina. Fallegur garður og lóð, frágengin með hita í stéttum og bílastæðum.
 
Lýsing
Húsið er á tveimur hæðum og mjög vel skipulagt.

Á jarðhæð er forstofa með góðum fataskápum, gestasnyrting, hol, svefnherbergisgangur með þremur mjög rúmgóðum svefnherbergjum með fataskápum og flísalögðu baðherbergi með “walk inn sturtu” og hita í gólfi.  Á teikningum hússins var gert ráð fyrir fjórum svefnherbergjum sem er auðvelt að breyta til baka. 
Eldhús hefur verið opnað og endurhannað með nýjum fallegum innréttingum og tækjum og það tengt borðstofu og stofu. Hiti er í eldhúsgólfi. Inn af eldhúsi er gott þvottahús með innréttingum og útgengi út á baklóð hússins. 
Stofa og borðstofa eru mjög rúmgóðar,  þar sem útgengi er út í garð og á verönd.  Breytingin með opnun eldhússins við stofu og borðstofa er mjög vel heppnuð sem eykur notagildi hússins.
Frá neðri hæð er steyptur parketlagður stigi upp á efri hæð.
Efri hæð er með rúmgóðu herbergi og stóru opnu rými sem auðvelt er að stúka niður og bæta við herbergi.  Frá opnu rými er útgengi út á innbyggðar stórar svalir. Opna rýmið hefur verið notað sem sjónvarpsstofa og afþreyingarsvæðí.  Gólfflötur á efri hæð er meiri en skráðir fermetrar segja til um og hefur verið komið fyrr góðum skápum og innréttingum til að nýta rými með minni lofthæð.

Bílskúr er hluti neðri hæðar og er hann tvöfaldur með rafdrifnum hurðum, heitu og köldu vatni og miklu skápaplássi. Geymsluloft í bílskúr er um 9 fm.
Gólfefni: Fallegt eikarparket á öllum gólfum nema á forstofu, baðherbergjum og þvottahúsi en þar eru flísar.
 
Hér er um að ræða mjög fallegt og velviðhaldið einbýlishús á friðsælum og góðum stað í Seljahverfi.
Skipt var um ofna í húsinu fyrir fjórum árum og gler í stofugluggum fyrir tveimur árum.

 Allar nánari upplýsingar um eignina veitir Hörður Sverrisson, lgf í s 899-5209 og á [email protected]

Samfélagsmiðlar
« TIL BAKA
Senda vin
Skriðusel,109 Reykjavík

Message sent

Senda fyrirspurn
Skriðusel,109 Reykjavík

Message sent

Sjá söluyfirlit
Skriðusel,109 Reykjavík

Skilaboð hafa verið send.