YFIRLIT
-
Tegund Sumarhús
-
Stærð 58 M²
-
Herbergi 4
-
Stofur 1
-
Svefnherbergi 3
-
Baðherbergi 1
-
Inngangur Sér
-
Byggingarár 2006
-
Lyfta Nei
-
Bílskúr NEI
LÝSING
RE/MAX -Sigrún Gréta kynnir vandað sumarhús á eignarlandi að Eyjafelli 10 í Kjós, skammt frá Meðalfellsvatni. Aðeins um 40 mín. akstur úr höfuðborginni. Húsið er byggt úr Lerki og var reist árið 2006. Timbur-einingarhús á steyptum súlum. Rafmagnskynding og varmadæla, en hægt er að tengja heitt vatn frá götu og inn í hús. Einstakt útsýni til fjalla í nágrenninu og út á Snæfellsjökul. Kamína í stofurými og heitur pottur í viðbyggingu. Gróðursæll garður og einangraður frístandandi garðskúr úti á lóð.Eignin skiptist í forstofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, stofu, eldhús og geymslu. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 58,4 m2, en gólfflötur er stærri og viðbyggingar og skúrar eru þess utan.Söluyfirlit má nálgast hérNánari lýsing neðri hæðar:Forstofa er með ljósbrúnum gólfflísum. Úr forstofu er hægt að ganga upp á rishæð um þægilegar tröppur með handriði.
Herbergi I er með koju. Neðra rúmið er tvíbreitt og efra einbreitt. Parket á gólfi.
Herbergi II er með tvöföldu rúmi. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með sturtuklefa, salerni, innréttingu undir handlaug, spegli og veggfestu ljósi.
Eldhús er opið inn í borðstofu og stofu. Viðar innrétting á tveimur veggjum með bakaraofni og helluborði. Dökkgrá borðplata. Gott borðpláss fyrir eldhúsborð og stóla.
Stofa og borstofa eru opnu rými. Hátt til lofts. Kamína. Gengið er út á yfirbyggða viðarverönd út frá stofu.
Nánari lýsing ris hæðar:Á stigapalli er einbreytt rúm. Inn af stigapalli er hurð inn í herbergi með tveimur rúmum. Stór gluggi og opanlegt fag. Parket á gólfi. Undir súð er geymslupláss.
Garðskúr úti á lóð stendur einn og sér er einangraður en ókyntur. Gluggar á tvo vegu. Hurð og rampur sem auðveldar aðgengi með stærri gerðina af sláttuvél. Lítill garðskúr fyrir miðri lóð að aftan er óeingrað geymslurými og nýtist í dag til að geyma m.a. timbur fyrir kamínu.
Garðskáli út af viðarverönd er með plexígler-þaki. Í honum er heitur pottur.
Geymsla/þvottahús er uppi á palli við inngang inn í hús.
Garður er stór (2.030 m2) og þægilegur að fara um gangandi eða á bíl. Hlið er frá malarbílaplani inn á grasivaxna lóð umhverfis hús. Fjölbreyttur trjágróður og einstakt útsýni til fjalla í kring s.s. Esju og Meðalfell. Einnig blasir Snæfellsjökull við handan við Meðalfellsvatn.
Vel er hægt að fara inn undir pall og hús til að sjá undirstöður og geyma dót. Þar í litlu rými er lagnagrind og hitakútur. Hægt er þó að skrúfa fyrir vatnið með einfaldari hætti ofan af palli.
Margt sem er í og við bústað getur fylgt.
Þess má geta að panelklæðningin innandyra er kvistlaus.
Margir á svæðinu hafa þarna heilsársbúsetu og er afleggjaranum því alltaf haldið opnum. Greitt er í lóðarfélags sem heldur utan um veg, vatnsból o.fl.
Ekið er um Meðalfellsveg nr. 461, hvort sem komið er frá Hvalfirði eða Mosfellsheiði. Keyrður er svo Sandvegsafleggjarinn sem liggur að sumarhúsabyggðinni.
Allar frekari upplýsingar um eignina veitir Sigrún Gréta í síma 864-0061 / [email protected]
-Vegna mikillar eftirspurnar vantar allar tegundir eigna á skrá.
-Hafðu samband og við verðmetum eignina þína þér að kostnaðarlausu.
-Sigrún Gréta löggiltur fasteignasali í síma 864 0061 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% (0,4% fyrir fyrstu kaupendur) og 1,6% fyrir lögaðila. Reiknast af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - 2.700 kr. af hverju skjali.
3. Lántökugjald eftir gjaldskrá lánastofnunar. Nánari upplýsingar á heimasíðum lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu kr. 69.900.-